Guðríður Auðunsdóttir fæddist árið 1867 í Borgarfjarðarsýslu.
Maki: Hinrik Eiríksson fæddist 18. febrúar, 1862 í Mýrasýslu.
Börn: 1. Ingiríður Vigdís 2. Eirikkína Ragnhildur.
Guðríður flutti til Vesturheims árið 1889 og fór til Winnipeg. Þaðan lá svo leið hennar til Victoria. Hinrik flutti vestur til Winnipeg árið 1887 og var þar eitt ár. Fór fyrst suður til N. Dakota en þaðan lá svo leið hans vestur til Victoria á Vancouver-eyju árið 1891. Þar bjó hann í tólf ár, vann byggingavinnu og byggði sér gott hús. Hann flutti á Point Roberts tangann árið 1904, festi kaup á kofa og 40 ekrum. Landið var nánast allt skógi vaxið en hann hreinsaði það smám saman, byggði hús og flutti fjölskylduna frá Victoria á tangann. Guðríður flutti til Vesturheims árið 1889.
