ID: 3190
Fæðingarár : 1835
Fæðingarstaður : Mýrasýsla
Dánarár : 1926
Hallgrímur Sigurðsson fæddist í Mýrasýslu árið 1835. Dáinn á Big Point 12. desember, 1926.
Maki: Þorbjörg Gísladóttir f. 11. janúar, 1855 í Dalasýslu.
Börn: 1. Guðrún f. 1. október, 1884, dáin 15. desember, 1914 2. Lárenzína f. 1891 (Lára)
Þau fluttu vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1893 og settust að í Selkirk. Fluttu í Big Point byggð árið 1894. Námu ekki land þar en bjuggu á landi niður við vatnið í 20 ár. Þau fóru svo til Þórunnar, dóttur Hallgríms, sem bjó með manni sínum nærri Árborg í Manitoba. Hana átti hann fyrir hjónaband.
