ID: 1013
Fæðingarár : 1880
Fæðingarstaður : Árnessýsla
Dánarár : 1951
Ögmundur Ögmundsson: Fæddur Hrunamannahreppi í Árnessýslu 2. júlí, 1879, d. í Bresku Kólumbíu 1. ágúst, 1951.
Maki: 1906 Engilráð Bjarnadóttir f. 13. maí, 1881, d. í Bresku Kólumbíu árið 1955.
Börn: 1. Elín 2. Þorbjörg Sesselja 3. Fjóla 4. Lilja 5. Matthildur 6. Kjartan 7. Bjarni 8. Hermann.
Ögmundur fór vestur með foreldrum sínum árið 1888. Þeir settust að í Þingvallabyggð í Saskatchewan. Engilráð flutti vestur til Winnipeg árið 1883 með foreldrum sínum, Bjarna Stefánssyni og Elínu Eiríksdóttur, landnema í Þingvallabyggð í Saskatchewan. Ögmundur og Engilráð fluttu í Vatnabyggð, áttu heima nærri Elfros. Þaðan fluttu þau til Winnipegosis og seinna vestur að Kyrrahafi..