ID: 3256
Fæðingarár : 1882
Fæðingarstaður : Borgarfjarðarsýsla
Dánarár : 1951

Gróa Sveinsdóttir Mynd Lögberg, 31. maí 1951
Gróa Sveinsdóttir fæddist í Borgarfjarðarsýslu 3. apríl, 1882. Dáin í Manitoba 8. mars, 1951.
Maki: 14. nóvember, 1907 Sveinn Pálmason f. 9. október, 1877 í Húnavatnssýslu, d. 1954 í Winnipeg.
Börn: 1. Pálmi 2. Valgerður Ruby 3. Guðrún Pearl f. 2. október, 1915 4. Stefán Douglas.
Gróa flutti vestur til Winnipeg árið 1899 með systur sinni, Helgu og hennar manni. Sveinn fór þangað ári síðar. Þau bjuggu alla tíð í Winnipeg.
