ID: 3504
Fæðingarár : 1869
Fæðingarstaður : Hnappadalssýsla
Stefán Þórarinsson fæddist árið 1869 í Hnappadalssýslu. Skrifaði sig Thorn(e) vestra.
Maki: Þóra Ingibjörg Helgadóttir fædd í Eyjafjarðarsýslu árið 1871.
Börn: 1. Aurora Kristjana 2. Minerva Elenora 3. Desmonthenes Washington 4. Webster Lincoln
Stefán fór vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1883 með foreldrum sínum. Þar stálpaðist Stefán og vann sem ungur maður. Flutti í Vatnabyggð í Saskatchewan árið 1903 og nam land í Foam Lake byggð. Flutti seinna í þorpið Foam Lake þar sem hann starfaði við verslun. Þóra fór vestur til Ontario í Kanada með sínum foreldrum árið 1874.
