Jóhann G Jóhannesson

ID: 3525
Fæðingarár : 1830
Fæðingarstaður : Snæfellsnessýsla
Dánarár : 1887

Jóhann Geir Jóhannesson fæddist í Snæfellsnessýslu 9. ágúst, 1830. Dáinn í Eyfordbyggð í N. Dakota 22. september, 1887.

Maki: 1877 í Nýja Íslandi, séra Jón Bjarnason gaf þau saman: Anna Kristín Jónsdóttir f. 19. nóvember, 1849, d. í Eyfordbyggð í N. Dakota 21. desember, 1923.

Börn: 1. Kristján Einar f. 1879 í Nýja Íslandi 2. Margrét f. 1881 í Thingvalla, d. 31. desember, 1895 3. Anna f. 1883, d. 28. desember, 1895 4. Kristín f. 1884, d. 13. janúar, 1896 5. Jóhanna Geirlaug (Lauga Geir) f. 13. apríl, 1888. Jóhann átti tvo syni frá fyrra hjónabandi 1: Einar Kristján f. 1870 d. í Nýja Íslandi d. í bólusótt í Nýja Íslandi 1876/77 2. Jóhannes Magnús f. 1872 d. 1893 í Eyfordbyggð í N. Dakota.

Jóhann Geir, ekkill, flutti vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1876 með syni sína tvo og aldinn föður, Jóhannes Grímsson. Á sama skipi var Anna Jónsdóttir og á leiðinni yfir hafið réðst hún til hans í Nýja Íslandi. Þar gengu þau í hjónaband og bjuggu í koti suður af Hnausa. Þau fluttu suður til N. Dakota árið 1888 og bjuggu suður af Mountain í Eyfordbyggð.

Fjölskyldan tók nafnið Geir í N. Dakota. Móðir Jóhanns hét Geirlaug Davíðsdóttir.