Jörundur Daníelsson

ID: 3577
Fæðingarár : 1873
Fæðingarstaður : Snæfellsnessýsla
Dánarár : 1961

Sitjandi: Margaret, Kristjana, Sigrún. Standandi: Laufey, Daníel, Jörundur Hergeir, Baldwin, Herdís og Leó. Mynd WtW

Jörundur Hergeir Daníelsson fæddist í Snæfellsnessýslu 12. janúar, 1873. Dáinn í Lundarbyggð 28. janúar, 1961. Hergeir Danielson vestra.

Maki: 8. apríl, 1903 Kristjana Margrét Kristjánsdóttir f. í Dalasýslu 20. janúar, 1878, d. 28. apríl, 1943.

Börn: 1. Oskar Leo f. í Winnipeg 17. febrúar, 1904 2. Baldwin Haraldur f. 10. febrúar, 1907 3. Laufey Dorothy f. 5. janúar, 1909 4. Kristjana Margaret f. 20. júlí, 1911 5. Herdís Hólmfríður f. 17. desember, 1912, 6. Marta Sigrún  7. Daniel Kristján f. 7. júlí, 1921.

Jörundur fór vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1894 með foreldrum sínum og systkinum. Hann lærði steinsmíði þar í borg og vann við það í borginni þar til hann flutti í Lundarbyggð árið 1904. Nam land og stundaði landbúnað frá 1906 til 1944 en þá flutti hann til Lundar og bjó þar síðan.