ID: 3581
Fæðingarár : 1881
Fæðingarstaður : Snæfellsnessýsla

Salóme Sigríður Daníelsdóttir Mynd VÍÆ III
Salome Sigríður Daníelsdóttir fæddist í Snæfellsnessýslu 10. júní, 1881.
Maki: 2. júní, 1908 Jón Þorsteinn Þorsteinsson f. á Gimli í Manitoba 7. ágúst, 1879. Johnson vestra.
Börn: 1. Þorsteinn (Thorsteinn) f. í Cypress River í Manitoba 6. desember, 1910 2. Kristjana Laura Guðrún f. í Cypress River 21. september, 1915 3. Emil Albert f. í Cypress River 17. apríl, 1918 4. Daníel f. 20. september, 1921.
Jón var sonur Þorsteins Jónssonar og Guðrúnar Bjarnadóttur, landnema í Argylebyggð árið 1881. Salóme var dóttir Daníels Sigurðssonar og Kristjönu Jörundsdóttur, sem vestur fluttu árið 1894 og settust að í Grunnavatnsbyggð. Jón og Salóme bjuggu í Argylebyggð til ársins 1936, fluttu þá til Vancouver.
