ID: 3597
Fæðingarár : 1830
Fæðingarstaður : Snæfellsnessýsla
Ólöf Þorsteinsdóttir fæddist árið 1830 í Snæfellsnessýslu.
Maki: Elías Jónsson Kærnested fæddist árið 1830 í Eyjafjarðarsýslu. Dáinn 1. september, 1906 í Víðinesbyggð í Manitoba.
Börn: 1. Margrét f. 1875 2. Dagbjört f. 1877. Þær voru dætur Elíasar utan hjónabands.
Þau fluttu vestur til Ontario í Kanada árið 1881 og settust að í Caldwell í Muskoga héraði. Þaðan fluttu þau vestur til Nýja Íslands og settust að í Laufási í Víðinesbyggð.
