
Jóhann Elíasson Mynd VÍÆ IV
Jóhann Elíasson fæddist 21. janúar, 1840 í Hnappadalssýslu. Dáinn í Lundarbyggð 11. október, 1914. Straumfjörð vestra.
Maki: 30. júní, 1868 Kristbjörg Jónsdóttir f. í Hnappadalssýslu 1838, d. 22. október, 1916.
Börn: 1. Jón Elías f.13. mars, 1869 2. Jóhann f. 1872 3. Kristján f. 1874 5. Ragnheiður f. 1878 6. Ástríður f. 1879.
Jóhann fór vestur með Jón Elías árið 1874. Þeir komu til Ontario og skoðaði Jóhann sig um. Hann fór m.a. til Nova Scotia og leist vel á en 1875 snýr hann aftur til Íslands og er þar fram á vor 1876. Þá fara þau hjón vestur til Winnipeg í Manitoba með þá Jóhann og Kristján. Þangað kom svo Jón Elías. Þau fluttu í Mikley í Nýja Íslandi þar sem hann bjó til ársin 1902 en þá fluttu þau brott vegna flóða í Winnipegvatni. Þau námu land í Lundarbyggð og bjuggu þar síðan. Nafnið Straumfjörð er þannig til komið að að þriggja ára gamall flutti Jóhann með foreldrum sínum að Straumfjarðartungu í Miklaholtshreppi.
