ID: 3651
Fæðingarár : 1843
Fæðingarstaður : Snæfellsnessýsla
Dánarár : 1925
Guðrún Jóhannesdóttir fæddist árið 1843 í Snæfellsnessýslu. Dáin í Manitoba árið 1925.
Maki: Vigfús Jósepsson fæddist í Snæfellsnessýslu árið 1849. Dáinn í Lundarbyggð 31. mars, 1915.
Börn: Steinþór f. 21. október, 1881, d. 1935. Þau tóku Guðbjörgu Jónsdóttur f. 1883 að sér og fóstruðu. Hún var dóttir Jóns Jónassonar og Kristjönu Ólafsdóttur frá Hrísum í Helgafellssveit. Jón fór vestur árið 1882, Kristjana ári síðar en Guðbjörg árið 1889.
Þau fluttu vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1887 og bjuggu þar til ársins 1891. Þá settust þau að í Mikley þar sem þau voru til ársins 1903. Seinna lá leiðin í Lundarbyggð.
