Steinþór Vigfússon

ID: 3652
Fæðingarár : 1881
Fæðingarstaður : Snæfellsnessýsla
Dánarár : 1935

Steinþór Vigfússon Mynd SÁG

Steinþór Vigfússon fæddist í Snæfellsnessýslu 21. október, 1881.. Dáinn í Winnipeg árið 1935.

Ókvæntur og barnlaus.

Steinþór fór vestur með foreldrum sínum, Vigfúsi Jónssyni og Guðrúnu Jóhannesdóttur árið 1887. Þau bjuggu fyrst í Winnipeg en fluttu í Mikley árið 1891 þar sem þau bjuggu til ársins 1903. Þá settust þau að í Lundarbyggð. Steinþór gekk í Landbúnaðarskóla Manitoba og vann landbúnaðarstörf í Lundarbyggð. Hann keypti í félagi við Jóhann Magnússon, fyrstu dráttarvélina í byggðina árið 1912 og saman unnu þeir félagar að sérstakri gerð af plóg sem hentaði vel á runnavaxið land. Flutti seinna til Winnipeg.