ID: 3655
Fæðingarár : 1858
Fæðingarstaður : Snæfellsnessýsla
Dánarár : 1930
Magnús Jónsson fæddist árið 1858 í Snæfellsnessýslu. Dáinn 14. júlí, 1930.
Maki: María Jónsdóttir f. í Hnappadalssýslu 8. febrúar, 1843, d. í Pine Valley í Manitoba.
Börn: 1. Jón Guðmundur Björgvin f. 1882. María átti Eyjólf Guðmundsson af fyrra hjónbandi f. 11. maí, 1873.
Magnús flutti vestur til N. Dakota árið 1887 og settist að í Hallson. María fór þangað ári síðar með son sinn Eyjólf. Hvenær Jón Guðmundur fór vestur er óljóst en í manntal árið 1930 bjó hann vestur við Kyrrahaf í Tacoma í Washington og bjó þá Magnús, faðir hans hjá honum.
