Gróa Jónsdóttir

ID: 3676
Fæðingarár : 1823
Fæðingarstaður : Dalasýsla
Dánarár : 1903

Gróa Jónsdóttir fæddist í Dalasýslu 27. júní, 1823. Dáin í N. Dakota 14. desember, 1903.

Maki: Þórarinn Árnason f. árið 1816 í Snæfellsnessýslu. Dáinn í N. Dakota árið 1893.

Börn: 1. Árni f. 1847 2. Sólrún f. 1849 3. Sigurður f. 1852 4. Þórarinn f. 1855 5. Magnús f. 1857 6. Kári f. 1860.

Þórarinn og sonur hans, Magnús fóru vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1883. Samferða var unnusta Magnúsar, Elísabet Daníelsdóttir. Árni, elsti sonur Þórarins fór vestur árið áður. Gróa og Kári fóru vestur 1885 en Sigurður fór með sína fjölskyldu árið 1889. Þórarinn nam land í Sandhæðabyggð í N. Dakota og bjó þar. Gróa fór vestur árið 1885 með Kára.