Friðrik Kristmannsson

ID: 3735
Fæðingarár : 1871
Fæðingarstaður : Dalasýsla
Dánarár : 1949

Friðrik Ágúst og Elín Guðrún Mynd MoO

Hús Friðriks og Elínar í Ósland Mynd MoO

Friðrik Ágúst Kristmannsson fæddist í Dalasýslu 19. ágúst, 1871. Dáinn í Bresku Kolumbíu 5. júlí, 1949. Fred Kristmanson vestra.

Maki: 26. október, 1895 Elín Guðrún Jónsdóttir f. 26. janúar, 1872, d. í Vancouver 1970.

Börn: 1. Anna f. 1892, d. 1910. 2. Jóhanna Sesselja f. 6. október, 1899 3. Hjörtur Rósmann 4. Snæbjörn Skarphéðinn 5. Valdimar Daníel f. 1903 6. Jónas Júlíus 7. Emma 8. Ólafur 9. George 10. Sara 11. Steina. Fimm dóu ung.

Þau fóru vestur árið 1903 með Önnu, Jóhanna Sesselja var skilin eftir vegna veikinda. Átti hún að koma vestur ári síðar með venslafólki en ekkert varð úr, hún fór aldrei vestur. Hitti móður sína árið 1965. Friðrik vann við smíðar í Winnipeg ein fjögur ár, bjó um hríð í Selkirk en nam land í Lundarbyggð þar sem fjölskyldan bjó til ársins 1913. Flutti þá vestur að Kyrrahafi og settist að í Óslandbyggðinni.