
Ketill Valgarðsson Mynd VÍÆ ll
Ketill Valgarðsson fæddist 29. október, 1861 í Snæfellsnessýslu. Dáinn á Gimli í Manitoba 20. febrúar, 1945.
Maki: 1) 17. desember, 1887 Soffía Sveinbjarnardóttir f. í Dalasýslu 10. mars, 1857, d. 28. janúar, 1938. 2) 19. desember, 1941 Steinunn Sigurðardóttir f. í Rangárvallasýslu 20. júní, 1867.
Börn: Með Soffíu 1. Sveinbjörn f. í Winnipeg 17. október, 1890 2. Kristín f. í Winnipeg 18. desember, 1892 3. Valentínus f. í Winnipeg 16. apríl, 1896.
Ketill flutti vestur árið 1878 með föður sínum, Valgarði Jónssyni og ráðskonu hans, Kristínu Jónsdóttur. Þau settust að við Íslendingafljót í Nýja Íslandi sama ár en fluttu ári síðar út á Sandi Bar. Ketill vann ýmsa vinnu í Nýja Íslandi en flutti til Winnipeg um 1887. Þar rak hann mjólkurverslun til ársins 1903, flutti þá til Gimli. Bjó ýmist þar eða á eigin landi vestur af þorpinu til æviloka.
