
Tómas Halldórsson og Þórvör Jónasdóttir Mynd Dalamenn
Tómas Halldórsson fæddist 7. apríl, 1863 í Dalasýslu. Dáinn 24. október, 1944 í N. Dakota. Thomas vestra.
Maki: 6. júlí, 1889 Þórvör Jónasdóttir f. 29. apríl, 1859 í S. Þingeyjarsýslu.
Börn: 1. Margrét Kristín Málmfríður 2. Thomas Sumarliði 3. Halldór Marcellínus 4. Þórvör Aldís 5. Skúli Helgi 6. Vilhjálmur Kristinn 7. María Helga 8. Gíslína Guðfinna.
Tómas fluttu vestur árið 1882 en foreldrar hans, Halldór Þorgilsson og Málmfríður Tómasdóttir höfðu farið vestur árið 1876 með önnur börn sín og sest að í Nýja Íslandi. Þaðan fóru þau til N. Dakota árið 1880 og námu land í Thingvallabyggð. Þangað fór Tómas fyrst en fór þaðan, ásamt Þorgils, bróður sínum, til Winnipeg vorið 1883 og saman unnu þeir í byggingavinnu. Ári síðar keypti Tómas land næst landi föður síns og settist þar að. Þar bjó hann alla tíð, nema 1914-1915 þá var hann á Point Roberts vestur við Kyrrahaf.

Tómas Halldórsson, Þórvör Jónasdóttir ásamt Jónasi Kortssyni, föður Þórvarar og sjö börn þeirra hjóna. Mynd SÍND
