Sigríður Júlíana Jónsdóttir fæddist 1. febrúar, 1879 í Snæfellsnessýslu.
Maki: 7. apríl, 1913 Snæbjörn Snorrason f. í N. Þingeyjarsýslu 29. júlí, 1882. Skrifaði sig Jónsson vestra
Börn: 1. Jón Snorri f. 9. október, 1914 2. Kristján Theodór f. 17. maí, 1917 3. Kjartan Haraldur f. 10. ágúst, 1920.
Snæbjörn flutti vestur með foreldrum sínum, Snorra Jónssyni og Kristjönu Sigurðardóttur árið 1883. Þau námu land í Nýja Íslandi og ólst Snæbjörn upp í Ísafoldarbyggð í föðurhúsum. Flutti með foreldrum sínum í Víðir- og Sandhæðabyggð og bjó þar. Sigríður fór vestur árið 1882 með móður sinni Kristjönu Ólafsdóttur og bróður sínum, Hannesi. Faðir hennar, Jón Jónasson fór vestur árið áður. Þau settust einnig að í Ísafoldarbyggð. Snæbjörn og Kristjana bjuggu á föðurleifð Snæbjörns í Víðirbyggð.
