ID: 3833
Fæðingarár : 1848
Fæðingarstaður : Hnappadalssýsla
Árni Þórarinsson fæddist 9. febrúar árið 1848 í Hnappadalssýslu. Arni Thorarinsson vestra.
Maki: Jóhanna Sigurðardóttir fæddist í Barðastrandarsýslu árið 1857.
Börn: 1. Kristjana f. 1880.
Árni flutti vestur til Winnipeg árið 1882 og fór til Nýja Íslands. Bjó fyrst um sinn á Gimli en flutti þaðan eftir 1891 í Selkirk. Jóhanna fór vestur með Kristjönu árið 1883, samferða Þórarni, tengdaföður sínum.
