ID: 3844
Fæðingarár : 1874
Fæðingarstaður : Snæfellsnessýsla
Dánarár : 1950

Einar, Guðný, Þuríður Ingibjörg og Vilhelm. Mynd UC
Guðný Jónasdóttir fæddist árið 1874 í Snæfellsnessýslu. Dáin 1. janúar, 1950 í N. Dakota.
Maki: Einar Jónsson f. 2. ágúst, 1864 í Dalasýslu, d. í N. Dakota 30. janúar, 1949. Breiðfjörð vestra.
Börn: 1. Þuríður Guðbjörg f. 1894 á Íslandi, dó skömmu eftir komuna vestur 2. Þuríður Ingibjörg f. 3. nóvember, 1896 3. Vilhelm Steinn f. 14. júlí, 1901 4. Málfríður f. 27. nóvember, 1903, tvíburi 4. Daníel f. 27. nóvember, 1903 d. 3 ja mánaða gamall 5. Ásta f. 1909, d. 1918.
Þau fluttu vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1894. Fóru þaðan í Mouse River byggð í N. Dakota en fluttu svo í Álftárdalsbyggð árið 1901 og bjuggu þar til ársins 1915. Fluttu þá aftur suður til N. Dakota og settust að í Upham.
