Kristjana M Kristjánsdóttir

ID: 19607
Fæðingarár : 1878
Fæðingarstaður : Dalasýsla
Dánarár : 1943

Sitjandi Margrét, Kristjana og Sigrún. Standandi Laufey, Daníel, Jörundur, Baldwin, Herdís og Leó. Mynd WtW

Kristjana Margrét Kristjánsdóttir fæddist 20. janúar, 1878 í Dalasýslu. Dáin í Lundarbyggð 28. apríl, 1943. Danielson vestra.

Maki: 8. apríl, 1903 Jörundur Hergeir Daníelsson f. í Dalasýslu 12. janúar, 1873, d. 28. janúar, 1961 í Lundar.

Börn: 1. Óskar Leó f. 17. febrúar, 1904 í Winnipeg 2. Baldwin Haraldur f. 10. febrúar, 1907 3. Laufey Dorothy f. 5. janúar, 1909 4. Kristjana Margrét f. 20. júlí, 1911 5. Herdís Hólmfríður f. 17. desember, 1912 6. Marta Sigrún 7. Daníel Kristján f. 7. júlí, 1921.

Kristjana flutti vestur til Winnipeg árið 1887 með foreldrum sínum, Kristjáni Sigurðssyni og Margréti Sigurðardóttur. Þau settust að í Grunnavatnsbyggð í Manitoba. Jörundur fór vestur til Manitoba árið 1894 með sínum foreldrum, Daníel Sigurðssyni og Kristjönu Jörundsdóttur, landnema í Grunnavatnsbyggð. Kristjana og Jörundur bjuggu alla tíð í Otto í Grunnavatnsbyggð.