Sesselja Magnúsdóttir

ID: 3944
Fæðingarár : 1849
Fæðingarstaður : Dalasýsla
Dánarár : 1940

Sigurður Pálsson, Sesselja Magnúsdóttir og dóttir þeirra, Jóhanna. Mynd Dm

Sesselja Magnúsdóttir fæddist í Dalasýslu 1. júní, 1849. Dáin 6. nóvember, 1940 í Hallsonbyggð í N. Dakota.

Maki: Sigurður Pálsson f. árið 1863 í Skagafjarðarsýslu, d. í Hallsonbyggð 30. nóvember, 1935.

Börn: 1. Jóhanna d. 1915.

Sesselja flutti vestur árið 1888 og settist að í N. Dakota. Þar bjó Sigurður en hann fór vestur með fóstra sínum, Jóhanni Hallssyni árið 1876. Jóhann var fyrsti landnámsmaður á svæði sem seinna varð Hallsonbyggð. Þar bjó Sigurður alla tíð.