Eggert Jónsson

ID: 3979
Fæðingarár : 1837
Fæðingarstaður : Borgarfjarðarsýsla
Dánarár : 1897

Eggert Jónsson fæddist 19. október, 1837 í Borgarfjarðarsýslu. Dáinn í Manitoba 7. júní, 1897.

Maki: Sigríður Jónsdóttir f. í Borgarfjarðarsýslu árið 1837, d. 16. júlí, 1906 í Narrows.

Börn: 1. Halla f. 12. apríl, 1864, d. 29. júlí, 1920 2. Jón f. 20. ágúst, 1865, d. 12. febrúar, 1932 3. Jóna Helga f. 13. nóvember,1870, d. 22. maí, 1965 4. Árni f. 8. maí, 1873, d. 12. febrúar, 1942 5. Halldór Jón f. 20. september, 1878, d. 15. febrúar, 1918 6. Dýrfinna f. 15. júní 1877, d. 22. ágúst, 1960 7. Kristín f. 9. apríl, 1880 8. Eggertína f. 1884.

Fluttu vestur um haf til Winnipeg í Manitoba árið 1887. Bjuggu fyrst norður af Gimli í Nýja Íslandi en hurfu þaðan til Winnipeg og bjuggu þar í sex ár. Þaðan lá leið þeirra til Narrows þar sem þau bjuggu síðan.