Árni Eggertsson

ID: 3982
Fæðingarár : 1873
Fæðingarstaður : Mýrasýsla
Dánarár : 1942

Árni Eggertsson Mynd Heimskringla 1942

Árni Eggertsson fæddist í Mýrasýslu 8. maí, 1873. Dáinn í Winnipeg, 12. febrúar, 1942.

Maki: 1) Oddný Jónína Jakobsdóttir f. 1875 í N. Þingeyjarsýslu, d. 21. janúar, 1918 2) Þórey Sigurðardóttir f. 7. janúar, 1892.

Börn: Með Oddnýju 1. Árni f. 10. janúar, 1896 2. Sigurbjörg Thelma 3. Eggert Grettir 4. Egill Ragnar 5. Sigurður Hjalti. Með Þórey 1. Ásta 2. Gunnar Örn 3. Erlingur.

Árni fór vestur til Winnipeg í Manitoba með foreldrum sínum árið 1887 og bjó þar alla tíð. Árni var atkvæðamikill í íslenska samfélaginu í Manitoba, virkur þátttakandi í kirkjulegri starfsemi Íslendinga í Vesturheimi, sat í borgarstjórn í Winnipeg og lét málefni Manitoba sig miklu varða. Hann var einn af stofnendum Þjóðræknisfélags Íslendinga í Vesturheimi og vann alla tíð að tengslum Vestur Íslendinga og Íslands. Hann var einn af stofnendum Eimskipafélags Íslands og sat í stjórn þess fyrir hönd Vestur Íslendinga til ársins 1941.