Jósúa S Björnsson

ID: 3995
Fæðingarár : 1848
Fæðingarstaður : Dalasýsla
Dánarár : 1923

Jósúa Sigurður Björnsson Mynd SÍND

Kristveig Jóhannesdóttir fyrir miðju í fremri röð ásamt börnum. Mynd SÍND

Jósúa Sigurður Björnsson fæddist 11. nóvember, 1848 í Dalasýslu. Dáinn 1923.

Maki: 1) Elín Guðmundsdóttir f. 8. desember, 1852, d. 1875 í Nýja Íslandi. 2)  Kristveig Jóhannesdóttir f. 30. nóvember, 1850 í Húnavatnssýslu, d. 12. mars, 1918.

Börn: Elín og Jósúa áttu ekki börn sem lifðu. Með Kristveigu 1. Helga, d. 30. janúar, 1917 2. Lilja 3. Kristín 4. Skafti 5. Sigurður.

Jósúa og Elín fóru vestur til Ontario í Kanada árið 1874 og voru í Collingwood fram á haust, 1875. Fluttu þá til Nýja Íslands og þar lést Elín fyrsta veturinn. Jósúa flutti til Pembina í N. Dakota árið 1878 og bjó þar í 10 ár en flutti þá vestur til Markerville í Alberta þar sem hann bjó frá 1888 til 1893. Hættu þá búskap og flutti til Blaine í Washington. Árið 1907 fór hann til Íslands og vann að rannsóknum á kolalögum  á Vesturlandi en flutti aftur vestur árið 1912 og endaði í Kaliforníu.