Sigríður H Tómasdóttir

ID: 3996
Fæðingarár : 1850
Fæðingarstaður : Dalasýsla
Dánarár : 1943

Sigríður Helga Tómasdóttir fæddist í Dalasýslu 16. febrúar, 1850. Dáin í N. Dakota 20. desember, 1943.

Maki: 1) 22. október, 1877 Henry Bradburn f. í Kanada. 2) Sigurður Árnason (Anderson) f. 1853 í Húnavatnssýslu.

Börn: 1. Henry Kristján 2. Margrét 3. Lillian.

Sigríður fór vestur til Ontario í Kanada árið 1874. Settist að í Kinmount þar sem hún giftist kanadískum bónda. Þau bjuggu á landi hans til ársins 1882 en þá fluttu þau vestur til N. Dakota. Sigríður er skráð ekkja í manntali í N. Dakota árið 1900 og bjó þá faðir hennar, Tómas Kristjánsson hjá henni.