Torfi Sveinsson

ID: 4023
Fæðingarár : 1822
Fæðingarstaður : Dalasýsla
Dánarár : 1905

Torfi Sveinsson fæddist 20. desember, 1822 í Dalasýslu. Dáinn 1. desember, 1905 í Manitoba.

Maki: 1) Guðrún Gísladóttir 2) Kristjana Jónsdóttir 3) Guðrún Jónsdóttir f. 22. september, 1849, d. 21. júlí, 1942.

Börn: Með Guðrúnu Gísladóttur fór eitt barn þeirra vestur: Gísli f. 13. október, 1852, d. 15. ágúst, 1930. Með Kristjönu 1. Kristfríður Jensína f. 28. febrúar, 1873. Með Guðrúnu Jónsdóttur 1. Kristjana f. 1887. 2. Matthías 3. Ingibjörg 4. Kristmann d. 1. október, 1918. Guðrún Jónsdóttir átti fyrir son, Jón Andrés Olsen f. í Reykjavík, 22. maí, 1878.

Torfi fór vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1887, ásamt Guðrúnu Jónsdóttur og börnum þeirra, Kristjönu, Kristfríði og  Jóni Andrési. Þau settust að í Glenboro og bjuggu þar alla tíð.