Egill Jónsson

ID: 4071
Fæðingarár : 1887
Fæðingarstaður : Dalasýsla

Egill Jónsson fæddist í Dalasýslu 3. maí, 1887. Stephenson eða Jackson vestra.

Maki: Þóra Jónína Guðbertsdóttir f. í Winnipeg 30. janúar, 1889. Thora J Jochumson vestra.

Börn: upplýsingar vantar.

Egill fór vestur til Manitoba árið 1888 með foreldrum sínum, Jóni Guðmundssyni og Kristínu Þórðardóttur. Þau fóru vestur til Tantallon í Saskatchewan þar sem þau námu land en Egill var tekinn í fóstur í Winnipeg. Þar óx hann úr grasi ogv fékk föðurnafnið Stephenson frá stjúpföður sínum. Egill gekk í kanadíska herinn og var alla fyrri heimstyrjöld í Evrópu. Hann fékk vinnu sem sölumaður í Winnipeg þegar hann sneri aftur. Þar bjó hann með konu sinni. Þóra Jónína var dóttir Guðberts Eggertssonar og Sæunnar Jónasdóttur úr Eyjafirð, sem vestur fóru árið 1887.