Jóhannes Jónasson

ID: 4089
Fæðingarár : 1854
Fæðingarstaður : Dalasýsla
Dánarár : 1904

Halla Jónsdóttir og tvö barnabörn hennar Mynd FAtV

Jóhannes Jónasson fæddist á Harrastöðum í Dalasýslu 2. ágúst, 1854. Dáinn 5. febrúar, 1904 í Nýja Íslandi.

Maki: 24. mars, 1879. Séra Páll Þorláksson gaf þau saman. Halla Jónsdóttir f. á Brennistöðum í Mýrasýslu árið 1859, d. 16. desember, 1929 í Víðirbyggð.

Börn: 1. Ólafur f. 6. nóvember, 1878, d. 26. nóvember, 1944 2. Þuríður f. 1880. Dó í barnæsku 3. Guðný f. 1. apríl, 1883, dáin 27. ágúst, 1914 4. Þuríður (Thura) f. 20. maí, 1885, d. 1962 5. Kristín (Stina) f. 30. maí, 1887, d. 16. nóvember, 1947 6. Jónas f. 5. október, 1888, d. 14. október, 1959 7. Ásgerður (Ása) f. 27. febrúar, 1891, d. 2. desember, 1934 8. Hermann f. 13. júlí, 1893, d. 17. október, 1969 9. Einar f. 9. apríl, 1896. 10. Hjörtur f. 21. september, 1898, d. 1963 11. Guðrún (Rúna) f. 19.mars, 1901, d. 26. mars, 1982 12. Ingigerður (Inga) f. 30. desember, 1903. Fyrsta barn Jóhannesar og Höllu, stúlka, dó í fæðingu.

Jóhannes flutti vestur til Nýja Íslands árið 1876, ásamt móður sinni, Guðnýju Einarsdóttur og ungri systur sinni, Jónu. Í þessum sama hópi var vinnukona, Halla Jónsdóttir, seinna eiginkona Jóhannesar. Þau bjuggu fyrsta veturinn í Árnesbyggð. Jóhannes settist að á eigin landi í sömu byggð ári seinna. Nýkvæntur flutti Jóhannes í Mikley en hrökklaðist þaðan tveimur árum seinna vegna flóða og settist að í Fljótsbyggð.  Næst var flutt til Winnipeg og þar bjuggu þau í tvö ár. Aftur lá leiðin í Fljótsbyggð árið 1885 þar sem hét Jaðar og bjuggu þau þar í mörg ár. Þegar Jóhannes lést bjó Halla þar áfram í níu ár en flutti þaðan í Víðirbyggð.