ID: 4118
Fæðingarár : 1843
Fæðingarstaður : Dalasýsla
Dánarár : 1916

Jón Þórðarson og Guðrún Jónasdóttir með dætur tvær, sennilega þær Guðnýju og Guðbjörgu eldri. Mynd: Dalamenn
Jón Þórðarson fæddist í Dalasýslu 23. september, 1843. Dáinn í Manitoba 17. júní, 1916
Maki: 1) Guðrún Jónasdóttir f. 28. október, 1843, d. 12. desember, 1901 2) Jóhanna Jónsdóttir f. 26. ágúst, 1862 í V. Skaftafellssýslu.
Börn: 1. Guðný f. 1869 2. Guðbjörg f. 1874 3. Kristín f. 1876 4. Kristján 5. Guðbjörg 6. Valgerður
Jón og Guðrún fóru vestur með þrjár dætur árið 1876 til Winnipeg í Manitoba. Þau voru með fyrstu landnemum í Argylebyggð, settust þar að árið 1882. Bjuggu þar til aldamóta en fluttu þá í Glenboro.
