Ásgeir Guðbrandsson

ID: 4225
Fæðingarár : 1890
Fæðingarstaður : Dalasýsla
Dánarár : 1965

Bræðurnir Ásgeir (hægra megin) og Guðjón Franklín Guðbrandssynir. Mynd DM

Ásgeir Guðbrandsson fæddist 15. nóvember, 1890 í Dalasýslu. Dáinn 13. desember, 1965 í Lundar í Manitoba.

Ókvæntur og barnlaus.

Ásgeir fór vestur til Kanada árið 1903 með foreldrum sínum, Guðbrandi Jörundssyni og Jóhönnu Ásgeirsdóttur. Þau settust að í Grunnavatnsbyggð í Manitoba. Ásgeir fór fljótlega að vinna fyrir sér og mest við trésmíðar. Bjó í Lundar.