Kristín Guðbrandsdóttir

ID: 4229
Fæðingarár : 1899
Fæðingarstaður : Dalasýsla
Dánarár : 1963

Kristín Guðbrandsdóttir fæddist 13. ágúst, 1899 í Dalasýslu. Dáin í Kaliforníu 6. janúar, 1963.

Maki: Harry George Mitchell f. 18. janúar, 1894 í Skotlandi.

Barnlaus.

Kristín fór vestur árið 1903 með foreldrum sínum, Guðbrandi Jörundssyni og Jóhönnu Ásgeirsdóttur og systkinum. Þau settust að í Grunnavatnsbyggð í Manitoba. Kristín og Harry bjuggu í Kaliforníu.