
Anna Sigurrós og dóttir hennar, Soffía Hlín Mynd Dalamenn
Anna Sigurrós Jónsdóttir fæddist 25. júlí, 1869 í Dalasýslu. Dáin í Bradenbury í Saskatchewan 8. maí, 1935.
Maki: Jens Jónsson f. 15. júní, 1858, d. 25. maí, 1905 í Winnipeg
Börn: 1. Jón 2. Skarphéðinn lést 30. júlí, 1913 3. Jón Þorgeir 4. Guðmundur Leó 5. Ástráður Vilhelm 6. Soffía Hlín 7. Halldór Kristinn 8. Victor Edward. Jón átti fyrir hjónaband dóttur, Þuríður Anikka f. 23. ágúst, 1881.
Fluttu vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1888. Bjuggu þar fyrsti tvö árin en fluttu þaðan í Þingvallabyggð í Saskatchewan og námu land. Þau fluttu aftur til Winnipeg eftir tvö ár og þaðan í Grunnavatnsbyggð. Þar undu þau í tæp fjögur ár en sakir veikinda Önnu fluttu þau aftur til Winnipeg. Að manni sínum látnum seldi Anna hús þeirra í Winnipeg og flutti með fimm börn sín í Þingvallabyggð og bjó þar.
