Valgerður Sigurðardóttir

ID: 4263
Fæðingarár : 1853
Fæðingarstaður : Dalasýsla
Dánarár : 1929

Valgerður Sigurðardóttir fæddist 22. september, 1853 í Dalasýslu. Dáin 26. maí, 1929 í N. Dakota.

Maki: 1) Bjarni Pétursson f. í Dalasýslu 17. apríl, 1842, d. 25. desember, 1879 í Mountain, ND. 2) 17. júní, 1884 Pétur Jónsson Hillman f. 1853 í Skagafjarðarsýslu, d. í N. Dakota 29. júlí, 1926.

Börn: Með Bjarna: 1. Helga Kristín f. 5. mars, 1878 í Mikley í Nýja Íslandi. Með Pétri 1. Stone f. 17. júní, 1885 2. Pétur Bjarni f. 6. ágúst, 1886 3. Jakobína Guðrún f. 30. október, 1889 4. Una Margrét f. 4. ágúst, 1891 5. Sigurður Theodór f. 16. júlí, 1893 6. Valgerður Kristín f. 21. maí, 1897 7. Egill Finnbogi f. 29. nóvember, 1900.

Valgerður flutti vestur, nýgift, árið 1876 og fóru þau til Nýja Íslands. Settust að í Mikley en fluttu þaðan til Mountain í N. Dakota árið 1878. Pétur flutti vestur til Ontario í Kanada með föður sínum, Jóni Rögnvaldssyni árið 1874. Þaðan fóru þeir í Markland í Nova Scotia en fluttu þaðan 1880 til N. Dakota. Þar bjó Pétur með Valgerði í Akrabyggð.