
Oddný Guðmundsdóttir Mynd VÍÆ II

Áskell Jónsson Mynd VÍÆ II
Áskell Jónsson fæddist 5. desember, 1875 í Dalasýslu. Dáinn 2. júlí, 1948 í Washington. Keli J. Brandson vestra.
Maki: 15. febrúar, 1906 Oddný Guðmundsdóttir f. í Skagafjarðarsýslu árið 1881, d. 10. apríl, 1965 í Stafholti í Blaine.
Börn: Barnlaus en kjörbörn voru tvö: 1. Helga f. 16. september, 1906, dóttir Páls Jóhannssonar og Guðbjargar Jóhannsdóttur 2. John F. Eyford .
Áskell flutti vestur árið 1877 með foreldrum sínum, Jóni Brandssyni og Margréti Guðbrandsdóttur sem settust að í Garðarbyggð í N. Dakota. Oddny var dóttir Guðmundar Hjálmarssonar og Sigurlaugar Guðmundsdóttur úr Skagafirði sem vestur fluttu árið 1877. Áskell og Oddný fluttu í Vatnabyggð í Saskatchewan 1903 og námu land í Elfrosbyggð og bjuggu þar til ársins 1911. Þá lá leið þeirra til Montana þar sem þau bjuggu til ársins 1922. Næst fluttu þau vestur að Kyrrahafi, námu land nærri Blaine í Washington og bjuggu þar síðan.
