ID: 4329
Fæðingarár : 1874
Fæðingarstaður : Dalasýsla
Karólína Jensdóttir fæddist í Dalasýslu 25. júlí, 1874. Caroline Severson, Peterson eða Pearson vestra.
Maki: N. B. Peterson af norskum ættum.
Börn. Upplýsingar vantar.
Karólína fór vestur árið 1878 með foreldrum sínum, Jens Sigurðssyni og Guðrúnu Pétursdóttur og systkinum. Þau settust að í Lincoln sýslu í Minnesota. Jens skrifaði sig Severson vestra og það gerði öll fjölskyldan. Karólína og hennar maður bjuggu í Minneota, barnlaus, árið 1920.
