
Eiríkur Sumarliðason Mynd VÍÆ III

Þorbjörg Jónsdóttir Mynd VÍÆ III
Eiríkur Sumarliðason fæddur í Borgarfjarðarsýslu 1. júlí, 1861. Dáinn 20. nóvember, 1933 í Winnipeg.
Maki: 6. ágúst, 1889 Þorbjörg Jónsdóttir f. í Borgarfjarðarsýslu 2. maí, 1868. Dáin 10. október, 1910.
Börn: 1. Sigríður Ingibjörg f. í Winnipeg 6. júlí, 1890, d. í Wadena, Saskatchewan 23. september, 1944 2. Leifur E. Summers f. 21. maí, 1893 í Carberry, Manitoba, d. í Vancouver, 13. apríl, 1954 3. Henry McLeod f. 1. júlí, 1895 í Edmonton, Alberta 4. Jón Þorvaldur f. Glenboro, Manitoba 5. apríl, 1897 5. Jónína Summers f. 16. febrúar, 1906.
Eiríkur flutti vestur til Winnipeg 1887 og nam land norðanlega í Hólabyggð í Manitoba. Hann stundaði ekki búskap en vann hjá bændum. Fór í gullleit í Klondyke skömmu fyrir 1900 en sneri þaðan aftur í Hólabyggð. Flutti úr byggðinni og fór vestur til Saskatchewan og vann þar í Vatnabyggðum. Þorbjörg fór vestur til Winnipeg árið 1887 með móður sinni, Guðnýju Andrésdóttur og hennar manni, Jóni Sveinbjarnarsyni.
