Óli Sigfinnsson

ID: 12210
Fæðingarár : 1863
Fæðingarstaður : N. Múlasýsla
Dánarár : 1928

Óli Sigfinnsson var fæddur 27. apríl, 1863 í N. Múlasýslu. Dáinn 20.janúar, 1928.

Maki: 27. október, 1907 í Winnipeg Anna Jónsdóttir f. árið 1875 í Þingvallasveit.

Börn: 1. Sigfinnur Halldór f. 17.febrúar, 1910. Dáinn 29.ágúst, 1911 2. Jósef Sigfinnur f. 1912 3. Kristín (Christine) Lilja f. 1915. Dáin 18.júlí, 1946.

Óli fór vestur með föður sínum, Sigfinni Péturssyni og konu hans, Sigurbjörgu Sigurðardóttur, árið 1878 og settist að í Lincolnbyggð í Minnesota. Anna fór vestur með móður sinni, Vilborgu Árnadóttur árið 1885. Þær fóru til Winnipeg þar sem Anna seinna giftist. Hún átti tvær dætur með fyrri manni sínum 1. Mabel f. 1899 2. Laura f. 1902. Anna og dæturnar voru Johnson.  Óli og Anna gengu í hjónaband í Winnipeg 27. október 1907. Þau bjuggu fyrst í Lincoln sýslu en fluttu seinna í Lyon sýslu.