Christian G Schram

ID: 10872
Fæðingarár : 1833
Fæðingarstaður : Rangárvallasýsla
Dánarár : 1914

Christian G Schram var fæddur í Rangárvallasýslu 6. janúar, 1833.

Maki: 1) 9. október, 1861 Hallbjörg Guðmundsdóttir f. 1830 í Árnessýslu. 2) 1. ágúst, 1868 Margrét Hjaltested Pétursdóttir f. í Húnavatnssýslu árið 1838, d. 13. júní, 1905.

Börn: Með Hallbjörgu: 1. Ellert Schram f. 11. febrúar, 1865 2. Vilhjálmur f. 16.maí, 1866. Með Margréti 1. Halldóra f. 1870 2. Björn Christian f. 1876 3. Pétur f. 1879 4. Carl f. 23. september, 1883. Kristján átti Þorlák 8. desember, 1853 með Þórunni Björnsdóttur í Borgarfirði.

Kristján fór vestur til Wisconsin árið 1873 og settist að í Milwaukee. Þaðan lá leiðin í Lincolnbyggð í Minnesota árið 1877. Flutti seinna til Minneota.