Marsilía Halldórsdóttir

ID: 4368
Fæðingarár : 1870
Fæðingarstaður : Barðastrandarsýsla
Dánarár : 1917

Marsilía Halldórsdóttir fæddist árið 1870 í Barðastrandrsýslu. Dáin 26. janúar, 1917.

Maki: 1889 Ingimundur Jónsson f. 20. desember, 1860 í Strandasýslu, d. í Manitoba 22. nóvember, 1940. Johnson vestra.

Börn: 1. Ólína (Olena) Vigdís f. í Mountain 1890 2. Jón Bjarni (J.B.) f. 1892 í Winnipeg 3. Sigfríður (Freda) 4. Kristjana 5. Halldór (Dori) 6. Vilhjálmur (William, Bill) 7. Herbert 8. Herdís Sigurbjörg (Daisy) 9. Arnía Sigríður (Minnie) 10. Guðbjörg (Bertie)

Ingimundur fór vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1885 og þaðan áfram til Mountain í N. Dakota. Marsilía fór vestur þangað árið 1888 en Jósteinn bróðir hennar settist þar að árið 1885. Hann og Ingimundur fóru vestur sama ár með sama skipi. Ingimundur flutti til Winnipeg frá N. Dakota árið 1890 og þaðan í Grunnavatnsbyggð árið 1894. Þau bjuggu þar til haustsins 1907 en þá fluttu þau suður í Brownbyggð. Þar keyptu þau land og seinna annað nærliggjandi. Ingimundur sótti Ísland heim árið 1930.