Andrés Daníelsson

ID: 16563
Fæðingarár : 1879
Fæðingarstaður : Húnavatnssýsla

Andrés Daníelsson: Fæddur að Kárastöðum á Skagaströnd í  Húnavatnssýslu árið 1879. Skrifaði sig Andrew Danielson vestra.

Maki: 22. ágúst, 1905 Guðbjörg Vilhelmína Ingimundardóttir f. í Húnavatnssýslu 24. ágúst, 1870.

Barnlaus: Tóku Kjörbörn 1. Daniel Ingimundur 2. Svava Stefanía.

Fór vestur árið 1888 og var einhver ár hjá föðurbróður sínum Árna Andréssyni (Anderson) í Poplar Park í Manitoba. Vann við þreskingu í Hólabyggð einhver ár hjá Magnúsi Jónssyni og keypti þar af honum lítið land. Flutti vestur til Blaine í Washintonríki árið 1902. Guðbjörg fór vestur árið 1899 og var rúmt ár í Winnipeg. Flutti þaðan vestur til Seattle og þar lágu leiðir þeirra saman.