Ingólfur Árnason

ID: 19401
Fæðingarár : 1863
Fæðingarstaður : Eyjafjarðarsýsla

Ingólfur Árnason: Fæddur 1863 í Hrafnagilshreppi í Eyjafjarðarsýslu.

Maki: María Frímannsdóttir f. 1872 í N. Múlasýslu.

Börn: 1. Jean Ágústa Halldóra 2. Leó 3. Gústaf Adolf 4. Leona Diana 5. Inga Rakel Sigríður 6. Elma Ingibjörg 7. Róma Lára Aðalheiður 8. Kári Lorenzo

Ingólfur fór vestur árið 1893 og var fyrsta veturinn í Selkirk. Flutti til Glenboro ári seinna og vann þar ýmis störf en tók land í Hólabyggð skömmu fyrir aldamótin. Bjó á landinu til ársins 1921 og flutti þá til Glenboro.