ID: 12970
Fæðingarár : 1891
Fæðingarstaður : N. Múlasýsla

Gunnar Sigfússon og Málfríður Jónsdóttir Mynd A Century Unfolds
Gunnar Sigfússon: Fæddur 22. nóvember 1891 í N. Múlasýslu. Tók föðurnafnið Einarsson í Vesturheimi
Maki: 1. maí, 1918 Málfríður Júlíana Jónsdóttir f. að Hnausum 28. apríl, 1900.
Börn: 1. Guðný Elín f. 6. nóvember, 1920 2. Guðrún Júlíana f. 23. júlí, 1923 3. Gunnsteinn Jón f. 9. maí, 1925 4. Einar Unnvald f. 5. nóvember, 1927
Gunnar fór vestur með foreldrum sínum árið 1893. Málfríður var dóttir Jóns Guðmundssonar og Steinunnar Júlíönu Magnúsdóttur.
Þau fóru vestur árið 1882. Þau tóku land í Breiðuvík og kölluðu Gíslastaði. Gunnar tók land í Geysirbyggð og nefndi Hólaland.
