Baldvin Halldórsson

ID: 19097
Fæðingarár : 1863
Fæðingarstaður : Húnavatnssýsla
Dánarár : 1934

Baldvin Halldórsson fæddist 28. júní, 1863 í Húnavatnssýslu. Dáinn í Fljótsbyggð 18. september, 1934

Maki: 4. apríl, 1900 Jóhanna María Ólafsdóttir f. 6. apríl, 1877 í S. Múlasýslu.

Börn: 1. Herbert f. 28. september, 1900 2. Baldwin f. 2. júní, 1902 3. Ingibjörg f. 23. ágúst, 1903 4. Albertína Jóna f. 1. desember, 1904 5. Sigrún f. 27. maí, 1908. Baldvin átti Stefaníu f. 8. mars, 1893 í Húnavatnssýslu.

Baldvin flutti vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1894 með dóttur sína, Stefaníu ársgamla. Foreldrar hans, Halldór Jónsson og Ingibjörg Jónatansdóttir höfðu flutt vestur til Nýja Íslands árið 1876 og bjuggu í Fljótsbyggð. Jóhanna fór vestur árið 1879 með foreldrum sínum, Ólafi Oddssyni og Kristbjörgu Antoníusdóttur. Baldvin og Jóhanna tóku land í Geysirbyggð og kölluðu það Baldurshaga. Eftir að hafa búið þar í 20 ár fluttu þau árið 1921 í Fljótsbyggð.