ID: 4469
Fæðingarár : 1856
Jón Jónsson fæddist í Sauðeyjum í Barðastrandarsýslu árið 1856. Jón J. Breiðfjörð eða Jón Jónsson Sauðeyingur vestra.
Maki: 1) Svanborg Pétursdóttir f. í Skáleyjum í Breiðafirði árið 1864, d. 1939. Þau skildu 2) Kristjana Össurardóttir f. 1861 Barðastrandarsýslu.
Börn: Með Svanborgu 1. Pétur f. 1888 2. Ólöf f. 1889. Með Kristjönu sonur f. 1905.
Jón og Svanborg fóru vestur til Winnipeg árið 1891, með börn sín og Ólöfu, móður Svanborgar. Kristjana fór vestur sama ár. Jón fór víða, nam land í Thingvallabyggð í N. Dakota, seinna í Alberta. Hann og Kristjana setjast að á Point Roberts tanga árið 1916.
