
Franklin, Magnús, Benjamín, Stefanía, Valdimar, Guðrún, Hermanía og Júlíana Mynd A Century Unfolds
Benjamín Pétursson fæddist í Ægissíðu í Húnavatnssýslu 22.september árið 1879. Var Benjamin S. Gudmundson vestra. Dáinn 7. apríl, 1941.
Maki: 1905 Júlíana Þorsteinsdóttir f. í Mikley í Nýja Íslandi 23.apríl, 1883. var Juliana Thorsteinsson vestra. Dáin 2.febrúar, 1952
Börn: 1. Stefanía Guðrún f. 10. ágúst, 1905 2. Valdimar Thorstein f. 31. júlí, 1906 3. Magnús f. 14. september, 1907 4. Júlíus B, tvíburi, fæddur sama dag og Magnús. Dáinn 22. september, 1907. 5. Franklin Benjamin f. 13. mars,1911 6. Steinunn Blanche f. 1. maí,1913. Dáin 12. ágúst, 1913. 7. Hermanía (Hermie) Agusta Blanche f.23. ágúst, 1914 8. Guðrún f. 19. desember, 1917 9. Kristjanina Helga f. 1919 10. Guðbjörg Lilja f. 27. mars, 1925.
Benjamín flutti vestur til N. Dakota með foreldrum sínum, Pétri Stefáni Guðmundssyni og Guðrúnu Benjamínsdóttur, og systkinum árið 1883. Þau námu land norður af Garðar í N. Dakota. Fjölskyldan flutti norður í Framnes-og Árdalsbyggð árið 1901 og þar keypti Benjamín land árið 1906.
