Sigríður Össurardóttir

ID: 4509
Einstætt foreldri
Fæðingarár : 1857
Fæðingarstaður : Barðastrandarsýsla
Dánarár : 1918

Sigríður Össurardóttir fæddist í Barðastrandarsýslu 8. október, 1857. Dáin í Winnipeg, 3. desember, 1918.

Maki: Guðbjartur Jónsson f. 1. október, 1958, d. á Íslandi 8. júní, 1913.

Börn: 1. Guðbjörg f. 2. júlí, 1885, Patrick 2. Össurlína f. 1887 3. Dagbjartur f. 10. júní, 1990 4. Arinbjörn f. 1. júlí, 1891 5. Rögnvaldur f. 1893 6. Egill f. 1895 7. Andrés f. 20. október, 1897 8. Jón f. 12. október. 1900 Patrick 9. Sigurður f. 2. febrúar, 1902, Patrick.

Sigríður flutti vestur til Winnipeg í Manitoba með sex börn sín árið 1911. Önnur þrjú börn hennar þau Össurlína, Rögnvaldur og Egill fóru vestur þangað árið áður. Var það að ráði bróður hennar, Nikulásar Ottenson (vestra), sem flutti vestur árið 1887 en var á Íslandi 1910 og heimsótti ættingja og vini á Vestfjörðum. Kristjana systir Sigríðar fór vestur árið 1901 svo ljóst má vera að Sigríður þekkti eitthvað til í Vesturheimi. Fjölskyldan settist að á Home Street í borginni og kom Sigríður þeim yngstu í skóla en eldri fengu sér vinnu í borginni. Systurnar Guðbjörg og Össurlína urðu saumakonur í borginni. Egill varð trésmiður og bjó síðast í Portland í Oregon en Dagbjartur, Andrés, Jón og Sigurður settust seinna að í Nýja Íslandi. Guðbjörg, Jón og Sigurður skrifuðu sig Patrick vestra og höfðu Patreksfjörð þá í huga.