Kristjana Þ Jóhannsdóttir

ID: 4523
Fæðingarár : 1905
Dánarár : 1997

Jan Elizabeth Mynd VÍÆ VI

Yvonne Leigh Mynd VÍÆ VI

Kristjana Þóra Jóhannsdóttir fæddist í Barðastrandarsýslu 20. október, 1905. Dáin í Winnipeg árið 1997. Þóra (Thora) Árnason vestra.

Maki: 27. janúar, 1940 Einar Árnason f. 7. júní, 1910 í Winnipeg, d. 16. júní, 2000 í Winnipeg.

Barnlaus: Kjördætur 1. Yvonne Leigh f. 13. janúar, 1941 2. Jan Elizabeth f. 17. október, 1950.

Kristjana Þóra Jóhannsdóttir Mynd VÍÆ I

Þóra sleit barnsskónum í Hænuvík við Patreksfjörð, dóttir hjónanna, Jóhanns Péturs Magnússonar og Ólafar Össurardóttur.  Þau fluttu vestur til Winnipeg árið 1911 og bjuggu þar fáein ár. Þaðan lá leiðin í Arborg árið 1916 þar sem þau bjuggu til ársins 1937. Fluttu þá til baka til Winnipeg. Þóra gekk í skóla í Winnipeg og Arborg þar sem hún lauk miðskólaprófi. Vann við verslun og símritun. Þóra og Einar tóku alla tíð virkan þátt í félagsmálum Íslendinga í Manitoba.