Einar Jónsson fæddist í Skutulfirði í Ísafjarðarsýslu 25. maí, 1837. Dáinn 6. apríl, 1922 Sudfjord vestra.
Maki: Guðbjörg Einarsdóttir f. í Strandasýslu 21. mars, 1844. Dáin 7. febrúar, 1944.
Börn: 1. Sigríður f. 1875 2. Moníka f. 1875 3. Kristín f. 1880.
Fluttu vestur til Ontario í Kanada árið 1883 og dvöldu þar hjá enskum bónda í hálft annað ár. Einar fór vestur til Winnipeg í Manitoba snemma vors 1885 og fékk þar vinnu við járnbraut. Um haustið kom svo Guðríður með dæturnar og bjuggu þau í bænum í rúmt ár. Einar fór vestur í landaleit og nam land í Þingvallabyggð árið 1886. Bjó þar til ársins 1893 en þá fluttu þau í Big Point byggðina á austurbakka Manitobavatns. Fluttu þaðan til Churchbridge árið 1904 en þar bjó þá dóttir þeirra Moníka. Voru hjá henni einhvern tíma en fluttu svo í Lögbergsbyggðina til Kristínar dóttur sinnar. Enduðu sitt ævikvöld hjá Moníku í Churchbridge. Meira um Einar í Íslensk arfleifð að neðan.
