
Ingvar Ólafsson, Elín Jónsdóttir og dóttirin, Thelma. Mynd RbQ
Ingvar Ólafsson fæddist í Gullbringusýslu 25. desember, 1873. Dáinn 11. desember, 1938 í Saskatchewan.
Maki: Elín Björg Jónsdóttir f. 1881 í S. Múlasýsla, d. 15. október, 1971.
Börn: 1. Thelma 2. Bennett f. 29. mars, 1930.
Ingvar fór 14 ára gamall með föðurbróðursínum og fjölskyldu hans vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1887. Þau fóru vestur í Þingvallabyggð og var Ingvar þar næstu tvö árin. Eftir það vann hann ýmist hjá bændum á ýmsum stöðum eða stundaði fiskveiðar. Hann settist að við Foam Lake í Vatnabyggð árið 1903 og fékkst við búskap og rak jafnframt verslun í Wadena. Seinna flutti hann í Kandahar/Dafoe byggð, keypti þar land og byggði hús. Elín Björg fór vestur frá Akureyri árið 1903 með manni sínum, Sigbirni Þorvarðarsyni. Þau áttu son, Ágúst Björgvin sem fæddist árið 1900 en hann fór ekki með þeim vestur.